Afhending
Hægt er að sækja vöru í verslun Timberland á 1. hæð í Kringlunni eða Smáralind án kostnaðar.
Frí heimsending er af pöntunum ef verslað er fyrir 10.000 kr. og yfir. Annars greiðist 990 kr. fyrir póstsendingu.
Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til munum við hafa samband hið fyrsta og bjóða þér aðra vöru eða endurgreiðslu.
Það getur tekið 3-4 daga að fá vöruna afhenta eftir að pöntun er móttekin. Pantanir eru ekki sendar út um helgar. Við sendum tölvupóst um leið og varan er afgreidd frá okkur.
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram. Við notum fjölbreyttan afhendingarmáta til þess að mæta sem best aðstæðum á hverjum stað.
Á stórum netdögum getur afgreiðsla pantana dregist vegna álags en við reynum að hafa samband sem allra fyrst ef varan reynist ekki til. Sendingartími getur einnig lengst vegna álags hjá samstarfsaðilum okkar.
Vöruskil og endursendingar
Timberland mun með ánægju skipta vörum, gefa út inneignarnótu eða endurgreiða að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt:
- að kassakvittun sé framvísað
- að varan sé ónotuð, óskemmd og í upprunalegum umbúðum
- að vörunni sé skilað innan 14 daga frá kaupdegi
Útsöluvörur
Útsöluvörum má skipta í aðrar útsöluvörur á meðan á útsölu stendur en þeim er ekki hægt að skila.
Gjafir
Ef um gjöf er að ræða er hægt að fá á vöruna dagsettan skilamiða.
Vöru með skilamiða má skila innan þess frest sem tilgreindur er á miðanum (14 dagar) og þarf þá ekki að framvísa kassakvittun.
Skil á vöru með skilamiða er einungis gegn annarri vöru eða inneignarnótu.
Jólagjafir
Vörur sem keyptar eru sem jólagjafir í desember geta fengið skilamiða með skilafresti til 31. desember. Ekki er heimilt að veita skilafrest yfir á nýtt ár.
Endursendar vörur
Ef varan er röng eða gölluð greiðum við að sjálfsögðu fyrir sendinguna til baka en í öðrum tilfellum er endursending á ábyrgð og kostnað kaupanda.
Kaupskilmálar vefverslunar TBLSHOP Ísland ehf.
Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun TBLSHOP Ísland ehf . Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.timberland.is
Verslanir Timberland eru reknar á fyrstu hæð í Kringlunni og Smáralind af TBLSHOP Ísland ehf. 491002-3360. Virðisaukaskattsnúmer 76779. Símanúmer er +354-533-2290. Ef þú hefur einhverjar ábendingar um vefverslun eða verslanir okkar biðjum við þig um að senda okkur tölvupóst á timberland@timberland.is.
TBLSHOP Ísland ehf áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.
Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun TBLSHOP Ísland ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Reglur og skilmálar varðandi friðhelgi og vafrakökur (cookies)
Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Með því að heimsækja www.timberland.is samþykkirðu og viðurkennir þær aðferðir sem lýst er í þessum texta.
Reglur varðandi friðhelgi
Persónulegar upplýsingar sem við fáum frá þér
Þær upplýsingar sem þú skráir í pöntunarferlinu eru eingöngu notaðar til þess að hægt sé að klára pöntunina og koma vörunum til þín á fljótan og öruggan hátt.
Þegar þú pantar vöru í vefverslun eru upplýsingar um kreditkortið þitt aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Korta geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Að auki tryggir Korta öryggi kortagreiðslu þinnar með 3 D Secure.
Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur. Fyrir frekari upplýsingar um öruggi greiðslu þinnar með aðstoð Korta.is vísum við til heimasíðu þeirra.
Hvað með vafrakökur (cookies)?
\“Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforritið þitt geymir í tölvunni þinni að beiðni netþjóna. Timberland notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna, hvað þú setur í körfuna þína, hvernig fyrri pantanir þínar voru og til að kynna þig fyrir vörum sem gætu vakið áhuga þinn.
Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þínum þörfum og þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þeim.
Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að notandinn þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt þú kjósir að leyfa ekki vafrakökur geturðu samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu okkar, þar á meðal verslunarkerfið.
Með því að nota vefsíðu Timberland samþykkirðu notkun á vafrakökum.
Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á www.AboutCookies.org. Möguleikar þínir á notkun vefsíðu Timberland gætu takmarkast við slíkar breytingar.